Töfraútivist Tungumálatöfra

by | okt 7, 2021 | Uncategorized

Töfraútivist Tungumálatöfra er skemmtilegt námskeið fyrir 11-14 ára börn. Það er haldið í Önundarfirði dagana 3. – 7. ágúst frá kl 10-14 og lýkur með Töfragöngu á Ísafirði 8. ágúst. Námskeiðið er ætlað fjöltyngdum börnum og fer þar fram íslenskuörvun í gegnum útivist og leik, en það er þó öllum opið. Þær Sassa Eythorsdottir og Jenný María Unnarsdóttir leiða hópinn í allra handa ævintýri eins og þeim einum er lagið!