Um okkur

Tungumálatöfrar byrjaði sem sumarnámskeið á Ísafirði fyrir fjöltyngd börn árið 2017. Boðið hefur verið upp á íslenskuörvun fyrir  5-11 ára börn í gegnum söng, listsköpun og leik í Edinborgarhúsinu. Töfraútivist Tungumálatöfra er útivistarnámskeið sem hóf göngu sína árið 2020 fyrir 11-14 ára og hefur það að mestu verið haldið í Önundarfirði. Námskeiðin eru bæði ætluð börnum með íslenskar rætur sem búsett eru erlendis svo þau megi viðhalda tengslum við móðurmálið sem og innflytjendum á Íslandi, svo þau megi auka færni sína í sínu nýja tungumáli en um leið að auka tengsl og sjálfstraust barnanna sem taka þátt.

Tungumálatöfrar fela í sér nýnæmi hér á landi og ekki er öðrum íslenskunámskeiðum sem þessum fyrir að fara. Einvalalið kennara undir handleiðslu yfirkennarans Jónsgunnars Biering hafa nálgast kennsluna með þeim hætti að aldrei er leiðinleg stund.

Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem rekið er af áhugahópi um íslenskt mál, fjöltyngi og fjölmenningu. Það er rekið með samfélagslegum áherslum og markmið þess eru að stuðla að því að á Ísafirði geti orðið til þekking sem nýtist við þróun námsefnis víðar á landinu.

Stjórnin

Anna Hildur Hildibrandsdóttir – stjórnarformaður

Matthildur Helgadóttir Jónudóttir – gjaldkeri

Agnieszka M. Tyka frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga

Guðmundur Hálfdánarsson frá Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri

Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Lýðskólanum á Flateyri

Iwona Samson frá Ísafjarðardeild Rauða Krossins

Sigurður Arnórsson frá FOS-vest

Hafa samband

Tungumálatöfrar áhugafélag

Kt: 550120-2670

Netfang: tungumalatofrar@gmail.com

Verkefnastjóri: Anna S. Sigurðardóttir sími: 6153378

Samstarfs – og styrktaraðilar