Íslenskuörvun fyrir fjöltyngd börn

Icelandic for multilingual children

Tungumálatöfrar magicAl language

Tungumálatöfrar er íslenskuörvun í gegnum listsköpun og leik fyrir börn. Námskeiðið er sniðið að þörfum fjöltyngdra barna, en öllum opið. Börnin styrkja íslenskukunnáttu sína og sjálfsmynd með tónlistarsköpun, listaverkagerð og hreyfingu.

The Magical Language course aims to strengthen children’s Icelandic language skills through art and play. The course is aimed at multilingual children but is open to all. Children gain confidence and practice their Icelandic through creative activities; music, arts and movement.

Töfraútivist

Magical outdoors

Töfraútivist Tungumálatöfra er Íslenskuörvun í gegnum útivist og leik. Námskeiðið er sniðið að þörfum fjöltyngdra barna, en öllum opið. Börnin styrkja íslenskukunnáttu sína og sjálfsmynd með allra handa útivistarævintýrum og samvinnuleikjum.

The Magical Outdoors course strengthens Icelandic language skills through outdoor activities and play. The course is aimed at multilingual children but is open to all. Children gain confidence and practice their Icelandic through adventure and team activities. 

Vefskóli töfrabarnanna

Námskeið á netinu með kennurum Tungumálatöfra í anda þeirrar hugmyndafræði sem beitt er á námskeiðunum í raunheimum. Þar fer fram íslenskuörvun í gegnum skemmtileg verkefni, tónlist og leik.

Málþing

Frá árinu 2019 hafa Tungumálatöfrar haldið málþing í samstarfi við Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Málþingin hafa verið mikilvægt innlegg í umræðuna um þróun íslenskukennslu og markmið hennar. Síðastliðin ár hefur fjölbreyttur hópur gesta sótt málþingið og hafa Tungumálatöfrar notið góðs af innleggi sérfræðinga sem fjallað hafa um viðfangsefnið frá ólíkum áttum.

Fréttir

Vefskólinn fer vel af stað!

Vefskólinn fer vel af stað!

Kæru vinir og velunnarar TungumálatöfraFyrr í mánuðinum lauk fyrsta námskeiðinu sem við höfum haldið undir formerkjum Vefskóla Töfrabarnanna. Námskeiðið sóttu tvítyngd börn búsett hér á Íslandi sem og tvítyngd börn búsett utan landssteinanna sem vildu skerpa aðeins á...

Töfraútivist Tungumálatöfra

Töfraútivist Tungumálatöfra

Töfraútivist Tungumálatöfra er skemmtilegt námskeið fyrir 11-14 ára börn. Það er haldið í Önundarfirði dagana 3. – 7. ágúst frá kl 10-14 og lýkur með Töfragöngu á Ísafirði 8. ágúst. Námskeiðið er ætlað fjöltyngdum börnum og fer þar fram íslenskuörvun í gegnum útivist...

Málþing Tungumálatöfra 2021

Málþing Tungumálatöfra 2021

Íslenskukennsla í fjölmenningarsamfélagi er yfirskrift málþings sem haldið er á vegum Tungumálatöfra í samstarfi við Prófessorembætti Jóns Sigurðssonar. Við viljum leggja okkar af mörkum í þróun nýrra aðferða bæði til að auka aðgang íslenskra barna sem búa í útlöndum...

Forsætisráðherra lofar starfsemi Tungumálatöfra

Forsætisráðherra lofar starfsemi Tungumálatöfra

Forsætisráðherra Íslands fór lofsamlegum orðum um starfsemi Tungumálatöfra, en hún sótti málþing okkar í ár. Á Facebook-síðu sinni segir hún: Góður og gefandi dagur á Ísafirði. Ég tók þátt í árlegu málþingi Tungumálatöfra sem haldið var í samstarfi við...