Íslenskuörvun fyrir fjöltyngd börn
Icelandic for multilingual children
Tungumálatöfrar magicAl language
Tungumálatöfrar er íslenskuörvun í gegnum listsköpun og leik fyrir börn. Námskeiðið er sniðið að þörfum fjöltyngdra barna, en öllum opið. Börnin styrkja íslenskukunnáttu sína og sjálfsmynd með tónlistarsköpun, listaverkagerð og hreyfingu.
The Magical Language course aims to strengthen children’s Icelandic language skills through art and play. The course is aimed at multilingual children but is open to all. Children gain confidence and practice their Icelandic through creative activities; music, arts and movement.
Töfraútivist
Magical outdoors
Töfraútivist Tungumálatöfra er Íslenskuörvun í gegnum útivist og leik. Námskeiðið er sniðið að þörfum fjöltyngdra barna, en öllum opið. Börnin styrkja íslenskukunnáttu sína og sjálfsmynd með allra handa útivistarævintýrum og samvinnuleikjum.
The Magical Outdoors course strengthens Icelandic language skills through outdoor activities and play. The course is aimed at multilingual children but is open to all. Children gain confidence and practice their Icelandic through adventure and team activities.
Vefskóli töfrabarnanna
Námskeið á netinu með kennurum Tungumálatöfra í anda þeirrar hugmyndafræði sem beitt er á námskeiðunum í raunheimum. Þar fer fram íslenskuörvun í gegnum skemmtileg verkefni, tónlist og leik.
Málþing
Frá árinu 2019 hafa Tungumálatöfrar haldið málþing í samstarfi við Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Málþingin hafa verið mikilvægt innlegg í umræðuna um þróun íslenskukennslu og markmið hennar. Síðastliðin ár hefur fjölbreyttur hópur gesta sótt málþingið og hafa Tungumálatöfrar notið góðs af innleggi sérfræðinga sem fjallað hafa um viðfangsefnið frá ólíkum áttum.
Fréttir
Vefskóli Töfrabarnanna fer í loftið
Nú er komið að nýju skrefi í lífi Tungumálatöfra er við förum af stað með Vefskóla Töfrabarnanna. Í fyrsta kasti bjóðum við upp á fjögurra vikna námskeið þar sem aðferðum Tungumálatöfra verður beitt í íslenskuörvun í gegnum nýjan vefskóla okkar. Þetta fyrsta rennsli...