Íslenskukennsla í fjölmenningarsamfélagi er yfirskrift málþings sem haldið er á vegum Tungumálatöfra í samstarfi við Prófessorembætti Jóns Sigurðssonar. Við viljum leggja okkar af mörkum í þróun nýrra aðferða bæði til að auka aðgang íslenskra barna sem búa í útlöndum að íslenskukennslu en ekki síður að skoða hvernig styrkja má íslenskugetu barna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Málþingið fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði frá kl. 9:30 – 16:00. Það er opið öllum og því verður streymt á Facebook.