Vefskóli Töfrabarnanna fer í loftið

by | okt 6, 2021 | Uncategorized

Nú er komið að nýju skrefi í lífi Tungumálatöfra er við förum af stað með Vefskóla Töfrabarnanna. Í fyrsta kasti bjóðum við upp á fjögurra vikna námskeið þar sem aðferðum Tungumálatöfra verður beitt í íslenskuörvun í gegnum nýjan vefskóla okkar. Þetta fyrsta rennsli er reynsluverkefni sem styrkt var af Barnamenningarsjóði og þátttaka þar af leiðandi að kostnaðarlausu. Skólinn hefst klukkan 11, laugardaginn 11. september og verður hann í gangi næstu fjóra laugardaga. Kennarar í skólanum eru börnum sem hafa tekið þátt í Tungumálatöfrum vel kunn, en það eru þau Dagný Arnalds og Jóngunnar Biering, auk þess sem Álfrún Gísladóttir mun leiða skapandi morgunjóga. Námskeiðið er hugsað fyrir 6-10 ára en einnig opið 5 og 11 ára börnum. Það eru tvö pláss laus á námskeiðinu og mega áhugasamir endilega senda okkur tölvupóst á tungumalatofrar@gmail.com